Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Góðærið horfið - eftirmál til eftirbreytni

   Það dylst fáum Íslendingum lengur að efnahagslega góðærið er brott horfið í bili a.m.k. - Nú er ekki til setunnar boðið og beita þarf þeim vilja og þroska sem við ættum að hafa öðlast á lýðveldistímanum til að komast upp á yfirborðið á ný.

   Svo einkennilega vill til að á þessum tíma höfum við búið viðveru varnarliðs Bandaríkjanna, ýmist undir hersetu í lok heimsstyrjarldarinnar eða með samkomulagi um varnarlið þeirra þar til á síðasta ári. Segi þetta okkur eitthvað? Eða trúir því enginn, að samhengi sé milli þess að vera sjálfstæð þjóð undir einskonar verndarvæng Bandaríkjanna og hins að um leið og þessu langa samstarfi við Bandaríkin lýkur, skuli það standa á endum, að við verðum viðskila við öryggi það sem ríkt hefur svo til allan þennan tíma frá lýðvelsistöku?

   Ég mun nú hér á þessu bloggi bráðlega taka saman nokkur atriði sem mér er efst í hug til varnar og uppgangi efnahags- og atvinnumála og sem ég tel að megi verða einskonar eftirmál til eftirbreytni. Mun ekki draga neinn til ábyrgðar en höfða til stjórnvalda, sem enn hafa ekki komið fram með fasta stefnu eða sett vegvísi fyrir landsmenn í þessum efnum. Utan hvað orðið "þjóðarátt" hefur verið dregið fram enn eina ferðina. - Hún á ekkert erindi til landsmanna, heldur egnir einungis það illa blóð sem landsmenn virðast vera haldnir.

   Með skæruverkföllum og kröfugerðum starfsstétta hverrar á fætur annarri, verður ekki hlaupið að því að ná sáttum. Ríkisstjórnin verður að marka stefnuna með föstum vegvísum. Það má gera í formi skattbreytinga, t.d. að hækka skattleysismörk upp í 170 þús. kr. eða koma á föstum flötum skatti eins og Viðskiptaráð (fyrrum Verslunarráð) gerði að tillögu sinni.

    Ríkisstjórnin hefur líka tök á því að setja lög um lágmarkslaun og hámarkslaun (t.d. 300 þús. kr. lágmarkslaun og að hæstu laun mættu ekki vera hærri en fimmföld lágmarkslaun). Einhver spyr nú hvort hér sé lagt til að enginn mætti þá hafa hærri laun. - Jú, jú, auðvitað en ekki væru miklar líkur á að fyrirtæki eða atvinnurekendur yfirleitt væru ginnkeypt fyrir að greiða hærri laun en þessi  hámarkslaun ef lög yrðu sett þar um, svo sem til 3 eða 5 ára.

    Framkvæmdagleði hins opinbera hefur ekki riðið við einteyming og margar þeirra ónauðsynlegar með öllu: Háskólasjúkrahús við Hringbraut, höfn við Bakkafjöru, ný umferðarmiðstöð á miðjum Reykjavíkurflugvelli að ekki sé talað um tónlistar-og raðstefnuhús við hafnarbakkann í miðborg Reykkjavíkur. Allt framkvæmdir sem má draga til baka, ýmist að fullu eða öllu. Borgarspítalinn er staðurinn sem væri æskilegastur til stækkunar sjúkrahúss, ef með þarf. Bakkafjöruhöfn er ónýt framkvæmd og verður aldrei að veruleika. Og ný umferðarmiðstöð væri prýðilega staðsett í Perlunni sem er eins og klæðskerasniðin fyrir hvort tveggja; flug og áætlunarbifreiðar, jafnvel fyrir innritun í utanlandsflug frá Keflavík.

Læt þetta nægja að sinni.


Um bloggið

Geir R. Andersen

Höfundur

Geir R. Andersen
Geir R. Andersen
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband